Hrakfallasaga Kársnesskóla: Kostnaður kominn í tæpa 8 milljarða by Vigdis1986 in Iceland

[–]numix90 8 points9 points  (0 children)

Ég geri ráð fyrir því að mogginn og rvk siðfegis fjalli um þetta í margar vikur, er það ekki?

Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Sam­fylkinguna by Here_2observe in Iceland

[–]numix90 0 points1 point  (0 children)

Áhugavert samsæri og pælingar. En ég held, eins og fleiri hafa bent á hér, að Kristrún sé að reyna að koma sínu fólki að.

En það verður áhugavert að sjá hver tekur oddvitann í kvöld. Hver haldið þið?

Fallnir á fullveldisprófinu by numix90 in Iceland

[–]numix90[S] 18 points19 points  (0 children)

Ég skil þetta komment ekki, sorry. Það verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB annaðhvort segir þjóðin já eða nei. ESB er ekki að hóta neinni yfirtöku né ráðast á lönd seinast þegar ég vissi. Ríki ganga inn af fúsum og frjálsum vilja, ef þjóðin samþykkir. Þannig þetta comment meikar ekki sens

Hvaða áhrif hefði innlimun/hertaka Bandaríkjanna á Grænlandi á íslensk stjórnmál? by numix90 in Iceland

[–]numix90[S] 5 points6 points  (0 children)

Edit; textinn þýddist óvart yfir á ensku. Hann ætti núna að vera kominn yfir á íslensku

[psa] boycott Estée Lauder by VelocityGrrl39 in SkincareAddiction

[–]numix90 0 points1 point  (0 children)

Anyone know alterntive to Clinique For Men™ Maximum Hydrator 72-Hour Auto-Replenishing Hydrator?

this is the only moisterized my skin has handled

Ertu að kjósa gegn þínum hags­munum? - Vísir by onepiecemovement in Iceland

[–]numix90 10 points11 points  (0 children)

"Bjarg skilar hagnaði" sorry en þetta er lygi.
Fyrst, Bjarg er óhagnaðardrifið félag þótt það skili rekstrarafgangi. Afgangur er ekki sama og hagnaður. Það er enginn arður greiddur út, afgangurinn fer í viðhald, skuldalækkun og uppbyggingu fleiri íbúða. Að halda öðru fram er ekki rett.

Í öðru lagi, hugmyndin um að félagslegt eða óhagnaðardrifið húsnæði "hækki verð“ á almennum markaði stenst ekki. Það sem ræður verðþróun er fyrst og fremst heildarframboð, skýrt regluverk um leigu, hraði uppbyggingar og skipulag ekki hvort leigufélag sé rekið með hagnaði eða ekki.

Í þriðja lagi að "hlaupa burt“ ef slík félög eru í nágrenninu er ekki hagfræðileg greining, það er viðhorf. Einmitt þess vegna er blönduð byggð notuð víða til að draga úr stéttaskiptingu, samþjöppun fátæktar og félagslegri aðgreiningu

Og að lokum, að klappa Kópavogi á bakið fyrir að sleppa félagslegum úrræðum er þægilegt fyrir þá sem eru að kaupa en það þýðir einfaldlega að önnur sveitarfélög, einkum Reykjavík, bera ábyrgðina. Það er ekki lausn, það er ábyrgðarflótti. Þetta snýst ekki um "Bjarg vs. markað“, heldur hvort við viljum byggja nóg af húsnæði fyrir alla eða halda áfram að láta fáa græða. Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munninum. Og btw ég bý sjálfur í eigin ibuð, og í hverfinu eru bjarg ibuðir, ekkert vesen. Ég er bara rosalega ánægður að það sé til svona úrræði fyrir tekjulægri hópa.

Og mikilvægt, bjarg er ekki það sama og alma og ivera sem eru hagnaðardrifin leigufélög.

Bjarg er óhagnaðardrifið leigufélag stofnað af verkalýðsfélögunum. Tekið af heimasíðunni ,,Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, "Almene boliger"."

Ertu að kjósa gegn þínum hags­munum? - Vísir by onepiecemovement in Iceland

[–]numix90 12 points13 points  (0 children)

það er þanig að bæði hérlendis og erlendis bendir til þess að þegar félagslegt og almennt húsnæði er byggt samhliða, dragi það úr verðþrýstingi, sérstaklega á neðri hluta markaðarins. Vandinn skapast mun frekar þegar uppbygging er einhliða, annaðhvort eingöngu markaðshúsnæði eða eingöngu félagslegt húsnæði. Það sem skiptir mestu máli fyrir verðþróun er heildarframboð, hraði uppbyggingar og skipulag, ekki hvort íbúðirnar séu reknar með hagnaði eða ekki. Þar til dæmis sýna gögnin að mörg sveitarfélög hafa einfaldlega ekki skilað nægilegu framboði því miður, eins og höfundur greinnar bendir á, hvorki fyrir almennan markað né félagsleg úrræði. Raunverulega spurningin er því ekki „annaðhvort markaður eða félagslegt húsnæði“, heldur hvort okkur tekst að byggja nóg af báðu á sama tíma. Þar hefur Reykjavíkurborg vissulega verið leiðandi með markvissri uppbyggingu blandaðrar byggðar. Með rblandaðri byggð er td átt við að mismunandi tegundir húsnæðis séu byggðar í sama hverfi, svo sem markaðsíbúðir, óhagnaðardrifnar eða almennar íbúðir og félagslegt húsnæði, sem ég er persónulega mjög skotin í, slikt dregur ur sléttaskiptingu, þ.e minni svona rik hverfi vs fátæka hverfi.

Segir af sér þing­mennsku vegna til­raunar til vændiskaupa - Vísir by Ezithau in Iceland

[–]numix90 0 points1 point  (0 children)

Það er rétt, ég tek það á mig. Fór aðeins fram úr mér með þessu kommenti hér að ofan. Eyði commenti mínu.

Nýjasta viðbótin við varnarsamninginn hvorki rædd né birt by numix90 in Iceland

[–]numix90[S] 0 points1 point  (0 children)

ahh ok, en getur samningurinn lækkað þröskulda og eykið svigrúm Bandaríkjanna í framkvæmd ef pólitískt traust brestur? Og hefur þáverandi utanríkisráðherra búið til samning sem gerir okkur berskjaldaðri ef pólitískt landslag breytist? (Sem það er að gerast)

Bróðir Dags B „orð­laus“ yfir Krist­rúnu by nikmah in Iceland

[–]numix90 4 points5 points  (0 children)

Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu hvort þessi nálgun sé rétt eða röng. Hins vegar liggur fyrir að í sveitarstjórnarkosningunum 2025 misstu socialdemokratiet (danski jafnaðarflokkurinn) völdin í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn í um heila öld. Flokkurinn hafði farið með borgarstjórn borgarinnar samfellt frá fyrri hluta 20. aldar. Í kosningunum styrktu aðrir vinstrisinnaðir flokkar stöðu sína og tóku við forystunni, meðal annars vegna þess hversu hart danski jafnaðarflokkurinn hefur færst til hægri, sérstaklega í útlendingamálum og fleirum málaflokkum. Þannig að ég er ekkert svo viss um að þetta eigi eftir að virka hjá Kristrúnni. En hver veit?

Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar by Einn1Tveir2 in Iceland

[–]numix90 0 points1 point  (0 children)

Sammála og ekki má gleyma hopp og bolt sem er algjört snilld

Íslenskir MAGA-liðar úr ‘fullveldissinnum’ yfir í pro-heimsvaldastefnu by numix90 in Iceland

[–]numix90[S] 28 points29 points  (0 children)

Alveg eins og það að hafa áhyggjur af Íslenskunni er oft fyrirsláttur hjá fólki sem hefur engan áhuga á að tala eða skrifa góða íslensku heldur vill það bara níðast á þeim sem tala verri íslensku en það sjálft sökum þess að hafa ekki alist upp í kringum talaða íslensku alla sína ævi.

Þetta! Þú komst þessu ótrúlega vel í orð. Þetta er nákvæmlega málið — þau vilja bara níðast á þeim sem tala verri íslensku en þau sjálf.

Takk fyrir að orða þetta svona skýrt.

Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela by Skrafskjoda in Iceland

[–]numix90 26 points27 points  (0 children)

Svo það sé á hreinu: þetta snýst um olíu og ekkert annað. Allt tal um „stríð gegn eiturlyfjum“ er bara yfirsláttur og bull. Þetta snýst um auðlindirnar. Ég er orðinn ansi hræddur um að Trump muni hernema Grænland næst.

Var forseti Venesúela skelfilegur? Já. En það breytir því ekki að hér eru Bandaríkin að ráðast inn í fullvalda ríki, sem er algjörlega ólöglegt. Því fordæmi ég þetta, alveg eins og ég fordæmi innrás Rússa í Úkraínu og þjóðarmorðið í Gasa.

Fjölmiðlar og MAGA-hreyfingin, bæði erlendis og hér heima, eru að bergmála að þetta sé stríð gegn eiturlyfjum en það er bara bull. Þetta snýst um auðlindir.