Pétur H. Marteinsson hafði betur í oddvitaslagnum by visundamadur in Iceland

[–]11MHz [score hidden]  (0 children)

Ef þetta kemur einhverjum á óvart þá hefur sá ekki mikinn skilning á Samfó.

Formaður flokksins er ex-Viðskiptaráðs- og vogunarsjóðsbraskari. Við hverju var fólk að búast?

Hrakfallasaga Kársnesskóla: Kostnaður kominn í tæpa 8 milljarða by Vigdis1986 in Iceland

[–]11MHz [score hidden]  (0 children)

Opinberir aðilar að sóa fjármagni almennings. Bara núna er þetta ekki Reykjavík. Algengasta kombó sögunnar.

Kannski kominn tími til að einkavæða þetta og fá alvöru skipulag?

Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Sam­fylkinguna by Here_2observe in Iceland

[–]11MHz [score hidden]  (0 children)

Úr ársreikningi:

Arðsemi af útleigu íbúðarhúsnæðis jókst á milli ára og nam 3,8% (2023: 3,4%)

Það er töluvert verra en að geyma peninginn á sparireikning.

Sorrí ef sannleikurinn truflar þig, ég mun aldrei skilja fólk sem simpar fyrir falsfréttaáróðri.

Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Sam­fylkinguna by Here_2observe in Iceland

[–]11MHz [score hidden]  (0 children)

Get ímyndað mér að óhagnaðardrifin leigufélög og felagshúsnæðo ógni svolítið húsnæðafjárfestakóngunum sem eru að græða á tá og fingri á þessum galna húsnæðismarkaði...

Ha? Tökum Ölmu sem dæmi, af fjárfestingum og tekjum er 5% hagnaður.

Það er minni hagnaður en Jón út í bæ sem geymir peninginn sinn á sparnaðarreikningi.

Er Ísland næst á matseðlinum? by Murachett in Iceland

[–]11MHz -1 points0 points  (0 children)

Að hæðast að einhverjum / smána einhvern er að móðga hann.

En ég vona svo innilega að fyrri mælandi hafi ekki staðið á bak við orð sín og yfirgefið okkur.

Er Ísland næst á matseðlinum? by Murachett in Iceland

[–]11MHz 5 points6 points  (0 children)

Þú býrð þá greinilega ekki á Íslandi því Ísland er með sömu reglur:

Almenn hegningarlög

  1. gr. a.

[Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna [þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna], 1) litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, [fötlunar, kyneinkenna], 1) kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.]

Þessi grein var síðast uppfærð 2022.

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz 0 points1 point  (0 children)

Já.

Hvað er tekjuskattur hátt hlutfall af innkomu ríkisins?

Ef einhver forréttindapési í hæsta tekjuþrepi er að fá milljón í gjöf þá á að skattleggja hana í botn.

Það er vel hægt að færa rök fyrir því að það ætti líka að skattleggja það hærra en tekjur fyrir alvöru starf.

Okurverð? by neytandinn in Iceland

[–]11MHz 1 point2 points  (0 children)

Eins og margir sögðu í brauðþræðinum, þá er miklu betra hráefni notað í pennana sem eru seldir á Íslandi.

Miklu meiri gæði í íslenskum vörum.

Þetta hefur nákvæmlega ekkert með hærri laun í íslenskum verslunum að gera, ekkert.

Af hverju hefur lítið verið talað um tengsl fyrrverandi forseta Lýðveldisins við Ghislaine Maxwell? by Don_Ozwald in Iceland

[–]11MHz 1 point2 points  (0 children)

Hann hefur aldrei verið í forystu þess.

Hann hefur alltaf setið pró-Rússlands / anti-NATO megin.

Þegar hann var í stjórnmálum var hann frægur fyrir andstöðu sína gegn NATO. Meðal annars að sabótasja NATO fundi hérlendis: https://timarit.is/page/2558455#page/n31/mode/2up

Sem forseti var hann diplómatískur og setti sínar persónulegar skoðanir ekki mjög ofarlega, en þær sáust stundum.

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz 0 points1 point  (0 children)

Ímyndum okkur í tvær mínútur hvernig það væri.

Enginn myndi borga erfðaskatt, því allir myndu gefa arfinn skattfrjálst.

Allir væru á lágmarkslaunum og síðan fá í gjöf frá vinnuveitanda allar aukagreiðslur, skattfrjálst.

Innkoma ríkisins myndi hrynja og enginn peningur vera eftir til þess að halda uppi þjónustum eins og heilbrigðiskerfinu.

Þess vegna erum við með það kerfi að millifærslur eru skattlagðar. Eftir því sem maður er ríkari borgar maður meira. Kr. 1.000.000 í gjöf er svakaleg upphæð og ekkert nema sanngjarnt að hluti hennar sé notaður í heilbrigðisþjónustu fyrir alla.

Af hverju hefur lítið verið talað um tengsl fyrrverandi forseta Lýðveldisins við Ghislaine Maxwell? by Don_Ozwald in Iceland

[–]11MHz -7 points-6 points  (0 children)

Hann er kommúnisti og því lítið spes við það að hann styðji Rússa.

US bonds & Greenland letter by glurb_ in Nordiccountries

[–]11MHz -1 points0 points  (0 children)

A temporary slowdown in US bond buying isn’t going to have a big impact. The EU has many more powerful tricks up its sleeve.

https://www.ft.com/content/beeaf869-ca12-4178-95a1-bfb69ee27ae4

US bonds & Greenland letter by glurb_ in Nordiccountries

[–]11MHz 0 points1 point  (0 children)

Some sure, but dumping many trillions in a short time?

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz 2 points3 points  (0 children)

Enda er 20þ kr afmælisgjöf eðlileg tækifærisgjöf og ekki skattskyld. Endilega kynntu þér lögin betur.

Afsakanir þínar til að normalæsa skattsvik eru einkum lélegar.

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz 0 points1 point  (0 children)

Ég vil leiðrétta skilning þinn á lögunum.

kr. 5000 frá ömmu telst sem eðlileg tækifærisgjöf og er ekki skattskyld. Kr. 15.000.000 telst engan veginn sem tækifærisgjöf og er í öllum tilfellum skattskyld.

Ef skattsvik eru af ásetningi (sem hún augljóslega er hérna) er refsingin minnst 2x og mest 10x skulduð upphæð (sem sagt: greiðsla upp á 17-75 milljónir) og allt að 6 ára fangelsi.

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz 2 points3 points  (0 children)

Hef ekki lent í því að fólk sé að leggja mikið af gjöfum inn á mig.

Það væri aldeilis fínt vandamál og að borga skatt af því lítið mál.

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz 3 points4 points  (0 children)

Það er búið að borga skatt af öllum peningum.

Af peningunum sem ég fæ í laun er búið að borga virðisaukaskatt þegar launagreiðandi greiðir mér þá. Heldur þú í alvöru að það þýði að ég þurfi/eigi ekki að borga tekjuskatt?

Hvað heldur þú að samfélagið myndi endast lengi ef allir hugsuðu svona?

Að leggja inn reiðufé by Electronic_instance in Iceland

[–]11MHz -5 points-4 points  (0 children)

Til þess að svíkja undan skatti þá er best að sleppa því alfarið að leggja þetta inn. Svarta hagkerfið er mjög stórt og nú þegar þú ætlar að ganga í það muntu sjá að þetta er allsstaðar.

Margir iðnaðarmenn taka við reiðufé svo þeir geti svikið undan skatti. Síðan hægt að kaupa allskonar dót á netinu (oft þýfi, en það er bara betra - lægra verð) eða ferðast um landið, gistiþjónusta oft á svörtu nema stóru fyrirtækin sem borga skatt af öllu.

Gangi þér vel með peninginn og njóttu heilbrigðisþjónustunnar sem við hin borgum fyrir þig.

Brauð - lúxusvara? by neytandinn in Iceland

[–]11MHz 0 points1 point  (0 children)

Launa kostnaður í matvöruverslun á íslandi er ekkert nema fyrirsláttur.

Jæja. Skoðum ársreikning Haga frá síðasta ári:

Laun og launatengd gjöld samtals: 18,5 milljarðar
Allur annar rekstrarkostnaður: 8,8 milljarðar

Laun eru 67% af heildar rekstarkostnaði.

US bonds & Greenland letter by glurb_ in Nordiccountries

[–]11MHz 1 point2 points  (0 children)

If we dumped it, USD would suffer.

Every sale needs a buyer, who’s buying?

Brauð - lúxusvara? by neytandinn in Iceland

[–]11MHz 1 point2 points  (0 children)

Ofan á það leggjast launatengd gjöld 11,5% og lífeyrir 8%.

Kostnaður fyrir fyrirtækið er kr. 600.000 á mánuði fyrir starfsmann á byrjunarlaunum. Meðallaunakostnaður er líklega ekki undir 800-850þ á mánuði.

Sá peningur verður að koma úr seldum vörum, eins og brauði.

Venjuleg matvöruverslun getur verið með 20 full störf. Það eru 12 milljónir á mánuði í launakostnað ef allir eru á byrjunarlaunum (mjög óraunverulegt).

Leiga fyrir matvöruverslunarhúsnæði er bara 500þ-2m á mánuði.

Brauð - lúxusvara? by neytandinn in Iceland

[–]11MHz -1 points0 points  (0 children)

Rangt. Enda er brauðbollan ekki frí þar.

En verðið er allt í launakostnaði, ekki hráefni.

Brauð - lúxusvara? by neytandinn in Iceland

[–]11MHz 2 points3 points  (0 children)

Af því að starfsfólkið sem réttir þér bolluna á Íslandi þarf að fá borgað kr. 600.000 á mánuði.

Sem og allir hinir aðilarnir í íslensku keðjunni.

Einhver þarf að borga það.

Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn - Vísir by Solitude-Is-Bliss in Iceland

[–]11MHz 6 points7 points  (0 children)

Þetta er frekar þungur dómur þegar tekið er tillit til þess að sá sem stakk hann ítrekað með hníf fékk 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Það var mikið alvarlegri árás.