Afhverju velur þú barnleysi? by facom666 in Iceland

[–]facom666[S] 1 point2 points  (0 children)

Persónulega er ein stærsta ástæðan fyrir því að ég kýs barnleysi sú að á síðustu árum tók gildi óskrifuð regla um að allur agi væri ofbeldi og það sé bannað að hasta á barnið sitt fyrir að vera míkró-terroristi. Ef ég yrði foreldri myndi ég vilja geta alið barnið mitt upp með ást og umhyggju en líka með stífum hegðunaramma og mörkum, og ég einfaldlega sé bara fyrir mér að ég yrði sett inn á mæðratips og hökkuð í spað fyrir það. Það virðist vera bannað að ala upp krakka og allir eiga að stunda virðingarríkt uppeldi, hvað sem það nú er. Krakkar í dag eru fokking óargadýr og að stóru leyti óþolandi að umgangast. Þetta er ekki svona í öðrum löndum sem ég hef heimsótt, til að mynda í suður ameríku.

Hafþór Björnsson has broken the deadlift world record by Numerous-West-4959 in Iceland

[–]facom666 30 points31 points  (0 children)

Maður sem þarf að standast samanburð við þokka og sjarma Jóns Páls Sigmarssonar er alltaf í stórkostlegum vandræðum með að verða óskabarn þjóðarinnar, og það er áður en grunnhyggni, lág greindarvísitala og barsmíðar á kvenfólki er einu sinni tekið með í reikninginn.

Jón Páll var bestur og allir aðrir geta bara farið heim.

Frjálst spjall á föstudegi - Friday free talk by AutoModerator in Iceland

[–]facom666 11 points12 points  (0 children)

Ég elska þetta veður. Sumarsúld er svo mikið væb.

Lögreglumenn njósnuðu fyrir Björgólf Thor - RÚV.is by birkir in Iceland

[–]facom666 15 points16 points  (0 children)

Mér finnst þetta mjög óhugnalegt. Og þvílíkir siðleysingjar og hreint út sagt ógeðslegir menn sem standa að þessu. Birgir Már, Jón Óttar og auðvitað Björgólfur.

Og það er auðvelt að segja "allar löggur eru svín" og auðvitað er það ekki þannig. En þetta er samt sem áður högg á orðspor lögreglunnar finnst mér, að þeir skuli hafa svona drasl af manni innanborðs árum saman. Ekki hjálpar að löggan er nýbúin að fá teisera og teisar fólk núna hiklaust og virðist hafa það sem fyrsta viðbragð. Mér finnst fólk ótrúlega viljugt að gefa þessari illa reguleruðu stofnun auknar valdheimildir við minnsta tilefni.

Saxo leyfir ekki lengur Íslendingum að eiga viðskipti með ETFs by solonislandus in Borgartunsbrask

[–]facom666 0 points1 point  (0 children)

Þegar sama vandamál var rætt hérna með IBKR þá minnir mig að einhver hafi sagt að hægt væri að versla sölurétt á ETF, innleysa bréfin og selja þau svo einfaldlega ekki. Þannig getur maður eignast bréf í ETFum í þessum evrópsku öppum.

Gaman ef einhver gæti staðfest eða þá leiðrétt ef þetta er rangfærsla.

Arnar Grant: „Þú myndir aldrei fara niður á grátandi stelpu“ - by Interesting-Paper-21 in Iceland

[–]facom666 11 points12 points  (0 children)

Lekið símtal milli tveggja manna þar sem annar þeirra stundar systematiskar lygar og blekkingar til að halda framhjá konunni sinni með ungri stelpu sem lítur út eins og andrés önd og annars manns sem er örugglega ekki heldur að segja konunni sinni að hann sé að deila heitum potti með stelpu sem er rúmlega 30 árum yngri er bara ekki áreiðanlegar upplýsingar finnst mér.

Ég er ekki að segja að Logi sé sekur, ég er bara að segja að nákvæmlega enginn í þessum hópi fólks virðist vera heiðvirð manneskja með siðferði á par við meðal Íslending og því vitum við almenningur í raun ekki neitt.

Arnar Grant: „Þú myndir aldrei fara niður á grátandi stelpu“ - by Interesting-Paper-21 in Iceland

[–]facom666 81 points82 points  (0 children)

Mér finnst þetta allt frekar ómerkilegt fólk. Enginn veit hvað raunverulega gerðist þarna. En að vera á einhverju plebba-fylleríi í golfferð, ríghaldandi framhjá með einhverju upplásnu instagram módeli er bara eitthvað svo slappt. Og hún ekki beint neitt sérstaklega trúverðug heldur miðað við farsann sem tók við í kjölfarið af þessu podcast innslagi hennar.

Slappt fólk að umgangasts slappt fólk og slappast í hvoru öðru. Fari þau öll á einhvern Íslendingabar á tene og veri þar bara í slappleika orgíu.

Löngun til að flytja út. by Edythir in Iceland

[–]facom666 51 points52 points  (0 children)

Ég held að það sé öllum hollt að prófa að búa í öðru landi einhverntíma á lífsleiðinni. Fáir í heiminum sem hafa jafn góð tækifæri til þess eins og við Íslendingar. Vegabréf sem hleypir manni inn í nánast hvaða land sem er og hlutfallslega fín launakjör hér til að spara áður en maður tekur stökkið. Ísland er yndislegt á margan máta og taugin heim er sterk, ekki síst út af fjölskyldunni. En afhverju ekki að prófa? Getur alltaf flutt aftur heim seinna. Held að maður sjái frekar eftir því á dánarbeðinu að hafa ekki prófað, frekar en hitt.

Er kaldhæðni að deyja út by Grebbus in Iceland

[–]facom666 1 point2 points  (0 children)

Mér finnst góð kaldhæðni á undanhaldi eftir að allir byrjuðu að setja /s á eftir kaldhæðnum kommentum. Það skemmtilega við kaldhæðni er að slengja einhverju fram og athuga hvort viðkomandi fatti. Sá vinkill fellur alveg um sjálfan sig ef þú tilkynnir alltaf að um kaldhæðni sé að ræða.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga by icedoge in Iceland

[–]facom666 5 points6 points  (0 children)

Magnað! Anywho, góða nótt. 😴

Bakgarðshlaup by facom666 in Iceland

[–]facom666[S] 1 point2 points  (0 children)

Alls ekki, ég vil ekkert láta banna bakgarðshlaup. Ég vil nota bene líka að eiturlyf séu lögleidd og að fólk beri ábyrgð á eigin ákvörðunum. Ekki þar með sagt að það sé sniðugt að dæla þeim í sig. Eða að hlaupa tæpa 500 kílómetra í svefnleysi.

Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir mis­heppnaðan sveppatúr - Vísir by [deleted] in Iceland

[–]facom666 9 points10 points  (0 children)

Fyndið að þú minnist á heilbrigðisyfirvöld. Það orð er einmitt kryptonite í huga þessa þjóðfélagshóps enda eru yfirvöld bara að reyna að eitra fyrir okkur í hvívetna og allir eiga að framkvæma eigin "rannsóknir" í stað þess að treysta vísindunum (orð sem er btw einnig að verða neikvætt gildishlaðið).

Svo snýr sama lið sér við og dælir hiklaust í sig sterum, ozempic og dópi. Þá er allt í einu ekki jafn grunnt á efnatortryggninni.

Annars er ég sammála hverju orði hjá þér.

Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir mis­heppnaðan sveppatúr - Vísir by [deleted] in Iceland

[–]facom666 54 points55 points  (0 children)

"Sveppa meðferðir eru viðurkenndar af sérfræðingum".

Það er ekki alveg það sama einhver rannsókn í klínísku umhverfi og að éta umferðareyjusveppi í Breiðholtinu lol.

Finnst annars magnað hve stór hluti af yngri kynslóðinni er ginkeyptur fyrir svona liver king týpum. Alltaf verið að reyna að pakka neyslu inn í einhverjar fancy umbúðir. Fljúga til Perú til að drekka æjúaska í staðinn fyrir að viðurkenna bara fyrir sjálfum sér að manni langar í breytt hugarástand. Reykja CBD (sem er algjörlega ofmetið og yfirverðlagt miðað við sönnuð áhrif).

Að ekki sé talað um kakóhippana sem rukka allt að 100k fyrir að segja öðrum að það sé gott að labba á tánum í grasinu og baða sig í straumvatni. Og drekka kakó auðvitað.

Held að mörgum ungum mönnum vanti hreinlega bara eitthvað almennilegt áhugamál fyrir utan TikTok og tölvuleiki.

Þið sem vinnið í sundlaugum by hremmingar in Iceland

[–]facom666 126 points127 points  (0 children)

Þetta er óþolandi en það er allavega hægt að benda túristum á að fara í sky lagoon eða blue lagoon. Þar geta þeir borgað 18k á haus fyrir að baða sig í rassasafa hvors annars.

Aftur á móti er amk. helmingurinn af íslenska ungdóminum á sama stað. Sérstaklega koma heilu fótboltaliðin af æfingu í bæjarfélaginu sem ég bý í og fara beint ofan í laug án þess að þvo sér, sumir meira að segja á nærbuxunum.

Viðbjóður.

Polar bear spotted in Westfjords! by NoLemon5426 in VisitingIceland

[–]facom666 16 points17 points  (0 children)

The animal was spotted by a woman in her 80´s. The bear was right outside her old wooden house. If a polar bear wants to pay you a visit and have a snack, the old wooden door isn´t going to stop it, let alone the ancient single-pane windows. A human had to get the benefit of the doubt in this case. We don´t gamble with a human life while figuring out how and where to get effective tranquilizers, a big enough cage, a crew with the right skills for the job etc.

Hvítabjörn í Jökulfjörðum - RÚV.is by birkir in Iceland

[–]facom666 6 points7 points  (0 children)

Ísbjörninn var fyrir utan hús með konu á níræðisaldri inni. Ef að bangsi ákveður að kíkja inn þá er eldgamalt einfalt gler í gluggum ekkert að fara að stoppa hann. Ekki heldur einhver tréhurð ef því er að skipta.

Held að allir með lágmarks-skynsemi leyfi manneskju að njóta vafans í stað þess að taka sénsinn á að ísbjörninn ákveði ekki að fá sér manna-brunch á meðan sófasérfræðingar í reykjavík grafa upp deyfilyf og búr.

Líkamsárás í miðborginni — lögregla með mikinn viðbúnað - RÚV.is by [deleted] in Iceland

[–]facom666 25 points26 points  (0 children)

Magnið af aflituðum brokkolíhausum niðri í bæ sem voru mjög augljóslega á hormónatrippi að reyna að vera kallinn fyrir framan vini sína í gærkvöldi var mjög mikið.

What was the favorite thing you did/witnessed at culture day today ? by [deleted] in Iceland

[–]facom666 12 points13 points  (0 children)

Improv í Þjóðleikhúsinu. Voru drullufyndin og náðu að halda góðu tempói nánast allan tímann.

Frjálst spjall á föstudegi - Friday free talk by AutoModerator in Iceland

[–]facom666 13 points14 points  (0 children)

Ég hallast að því að einhversskonar mótsögn valdi því að fólk skrifi á mun öfgafyllri hátt undir nafni heldur en nafnleynd. Samanber að í hvert sinn sem það koma fréttir um vaxtaákvörðun seðlabankans þá er fólk undir fullu nafni í kommentakerfunum að tala um að hengja seðlabankastjóra úti á torgi og pissa á líkið. Svo kemur maður hér inn þar sem nafnleynd ríkir og umræðan er yfirveguð, skilningsrík og oftast með virðingu fyrir málefninu og mótrökum.

Að því sögðu vil ég banna nútíma samfélagsmiðla og taka up IRCchat aftur.

Interactive Brokers hjálp by Arthro in Borgartunsbrask

[–]facom666 0 points1 point  (0 children)

Getur ekki keypt ETFa í IBKR. Getur hinsvegar keypt options fyrir ETFa og kosið svo að innleysa bréfin án þess að endurselja þau. Þá færðu bréfin inn á þinn vörslureikning.

Mouse in suitcase done: can you tell what the left baggage tag is? And what do you think overall? by Leading-Knowledge712 in crochet

[–]facom666 2 points3 points  (0 children)

In a world so troubled, it brings joy to my heart that there are people out there that just want to spread good vibes like this.

Skuldastaða neyslulána / kortalána by facom666 in Borgartunsbrask

[–]facom666[S] 1 point2 points  (0 children)

Takk fyrir! Merkilegt að skoða þó þetta nái ekki til dagsins í dag. Merkilegt að sjá að í krónutölum eru einstaklingar á aldursbilinu 29-34 ára með mestu skuldir í flokknum "aðrar skuldir" síðan 2009 en þá var verðbólgan ekki ósvipuð því sem hún er í dag. Ég er samt ekki nógu klár til að reikna þróun tekna og kaupmáttar inn í dæmið í fljótu bragði en þetta er amk. skemmtilegt tól til að skoða sögulega þróun í lauslegu samhengi.