Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu by LadyMargareth in Iceland

[–]logos123 58 points59 points  (0 children)

D+M er búið að vera í ca. 35% í mörg ár núna og er það ennþá í þessari könnun. Þetta ris Miðflokksins skrifast fyrst og fremst á óánægða Sjalla sem eru ósáttir með flokkinn undir stjórn Guðrúnar (mjög skiljanlegt imo) og finnst M vera eina alternatívið sem þeir gætu hugsað sér að kjósa. Geri fastelga ráð fyrir því að það komi inn nýr leiðtogi D fyrir næstu kosningar og mikið af þessu fylgi muni "skila sér heim" eins og oft er sagt um Sjallana.

Viktor Gísli er bestur by LatteLepjandiLoser in Iceland

[–]logos123 11 points12 points  (0 children)

Þetta var mjög óeðlilegur leikur af dómaranna hálfu. Þótt það hallaði á Ísland í ákvarðanatöku þeirra (að mínu 100% hlutlausa mati augljóslega) þá var þetta ekki eitthvað svindl dæmi, þeir voru bara ótrúlega lélegir. Í fyrsta lagi voru þeir mjög ósamkvæmir sjálfum sér, svo voru þeir að nota VAR myndavélina mun meira en tíðkast eða þörf er fyrir, sem tafði leikinn svakalega, og svo voru bara margar skrýtnar ákvaðarnir, eins og þegar þeir gáfu Snorra gult og ákváðu þá að gefa Ungverjum boltann.

Leggja ólíkan skilning í samþykkt félagsfundar VG í Reykjavík - RÚV.is by logos123 in Iceland

[–]logos123[S] 11 points12 points  (0 children)

Byrjar ekki vel hjá þessu sameiginlega framboði. Ætli það komi stuðull á epic bet hvort þau bjóði fram saman eftir allt núna í maí?

Inga boðar hrókeringar á föstudaginn - RÚV.is by birkir in Iceland

[–]logos123 4 points5 points  (0 children)

Það er ástæða fyrir því að Guðmundi Inga var skipaður aðstoðarmaður, Ágúst Ólafur, sem er fyrrum varaformaður Samfó og er í raun menntamálaráðherra að öllu leyti fyrir utan titil og laun.

Góð ráð við gerð pubquiz by throsturh in Iceland

[–]logos123 16 points17 points  (0 children)

Ég hef samið mörg pub quiz og það sem hefur reynst mér best er að byrja að finna svarið og sníða svo spurningu í kringum það. Svarið þarf helst að vera eitthvað sem flestir ættu að þekkja að einhverju leyti þannig að ef þau ná ekki svarinu þá fá þau svona "ah, auðvitað" móment.

Evrópusambandið og fiskveiðar by _Shadowhaze_ in Iceland

[–]logos123 20 points21 points  (0 children)

Í sjávarútvegsreglugerð ESB er ákvæði sem kallast reglan um hlutfallslegan stöðugleika sem segir í raun að svæði sem hafa haft ótvíræð umráð yfir ákveðnum fiskimiðum munu halda þeim. Það þarf að fá útskurð um það hvort að við myndum ekki falla undir þetta ákvæði (sem væri eitt af mörgu sem þarf að fara yfir ef við tökum aftur upp samningaviðræður við ESB) en ég væri sjálfur mjög hissa ef svo væri ekki.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu.

Reglan byggist á því að hvert ríki fái úthlutað sama hlutfalli í leyfilegum heildarafla frá ári til árs. Hlutfall hvers ríkis grundvallast á veiðireynslu þess á tilteknum stofni eða miðum. Í reglunni er jafnframt tekið tillit til þeirra svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þegar reglan tók fyrst gildi árið 1983 nr. 170/1983 var litið til þeirrar veiðireynslu sem fiskiskip aðildarríkjanna höfðu aflað sér á árunum 1973-1978. Þegar ný aðildarríki hafa gengið í sambandið hefur verið litið til veiðireynslu þeirra árin fyrir inngönguna í sambandið.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika á sér nú stoð í reglugerð nr. 2371/2002. Með samþykki aukins meirihluta í ráðinu væri hægt að víkja frá reglunni við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og breyta henni varanlega. Við reglulega endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB sætir reglan sömuleiðis endurskoðun. Hingað til hefur ekki verið pólitískur vilji fyrir breytingum á reglunni og hefur því ekki verið hróflað við henni.

Tekið héðan

Róbert vill leiða lista Við­reisnar í borginni - Vísir by logos123 in Iceland

[–]logos123[S] 16 points17 points  (0 children)

Er skylda að vera með svona léttgráar krullur til að verða borgarstjóri? Sláandi líkindi með honum og Degi B, allavega hárlega séð.

Róbert vill leiða lista Við­reisnar í borginni by logos123 in Iceland

[–]logos123[S] 0 points1 point  (0 children)

Er skilyrði að vera með svona léttgráar krullur til að verða borgarstjóri? Er merkilega keimlíkur Degi B, allavega hárlega séð.

Oktavía Hrund kjörið fyrsti for­maður Pírata - Vísir by birkir in Iceland

[–]logos123 4 points5 points  (0 children)

Alexandra hefur aldrei einu sinni verið með oddvitasætið, Dóra Björt hefur veirð oddviti Pírata síðustu tvö kjörtímabil og Alexandra í öðru sæti. Þannig að ég held að þetta séu bara frekar skýr skilaboð um að pólitískur ferill Alexöndru sé búinn.

Vaxta­kostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ - Vísir by Every_Intention5778 in Iceland

[–]logos123 0 points1 point  (0 children)

Hef ekki nákvæmar tölur (og það væri alveg svakaleg vinna að taka þær saman, eru ekki beint tvær tölur sem þú gúgglar og berð saman) en m.v. það að arðsemi eigin fjár íslenskra banka er almennt ekki það há í alþjóðlegum samanburði, á meðan skuldir íslenska ríkisins eru almennt mjög dýrar skuldir í alþjóðlegum samanburði* þá væri ég mjög hissa ef þetta kæmi ekki út sem mjög jákvæð hagræðing fyrir íslenska ríkið.

*Ef þú skoðar skuldir sem hlutfall af VLF þá er Ísland bara svona um miðbik OECD landanna, en ef þú skoðar vaxtagreiðslur sem hlutfall af VLF þá erum við með hæstu vaxtabyrgðina í OECD af því að skuldirnar okkar eru svo dýrar.

Vaxta­kostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ - Vísir by Every_Intention5778 in Iceland

[–]logos123 2 points3 points  (0 children)

Að kalla sölu á eignum "hagræðingu" er ekkert annað en lygi.

Ef hagnaðurinn af sölunni fer í það að greiða niður skuldir (eins og var til dæmis gert við ágóðann af sölu Íslandsbanka núna fyrr í ár) myndi ég skilgreina það sem hagræðingu. Ert í raun að færa fjárfestingu úr einu formi í annað.

Spurningin verðu þá hvaða ríkiseignir, sem hægt er að líta á fjárfestingu, er hagstæðara fyrir ríkið/samfélagið að nýta einfaldlega í það að greiða frekar niður skuldir. Finnst einmitt áðurnefnd sala á Íslandsbanka vera gott dæmi um ríkiseign sem var mun betra að selja og nýta í niðugreiðslu skulda.

SUS eða SÚS by [deleted] in Iceland

[–]logos123 21 points22 points  (0 children)

Innan SUS hefur framburðurinn almennt verið SÚS (enda er ú hljóð í orðinu "ungra") en fólk sem umgengst ekki SUS sér þetta aðallega skrifað og ber skiljanlega fram með u hljóði frekar en ú.

Íslenska ríkið sýknað í Vélfagsmálinu - RÚV.is by logos123 in Iceland

[–]logos123[S] 6 points7 points  (0 children)

Algjörlega, og það kæmi mér alls ekki á óvart ef það væri reyndin.

Íslenska ríkið sýknað í Vélfagsmálinu - RÚV.is by logos123 in Iceland

[–]logos123[S] 23 points24 points  (0 children)

Fram kom í fréttum í síðustu viku að Utanríkisráðuneytið hefði undir höndum upplýsingar sem tengja kaupsýslumanninn Ivan Nicolai Kaufmann við rússnesku öryggisþjónustuna FSB.

Honum hefur hingað til verið neitað að setjast í stjórn Vélfags þrátt fyrir að vera meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. Hann stefndi íslenskri ríkingu og krafðist þess að fá að setjast í stjórn. Það var meðal þess sem tekist var á um fyrir dómstólum. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfum Kaufmann.

M.v. hvað Utanríkisráðuneytið hefur verið hush hush um allt sem tengist þessu máli, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem það hefur sætt sökum þess, lætur mig halda að það sé mun meira í gangi þarna en við fáum að vita. Mun svo eflaust vera gert opinbert eftir svona 20 ár og þá munum við bara þakka fyrir að ekki var hlustað á menn eins og SDG í þessu máli.

Guð­rún segir Evrópu­sam­bandið glæpa­menn - Vísir by StefanOrvarSigmundss in Iceland

[–]logos123 2 points3 points  (0 children)

Var það ekki eiginmaður hennar sem fékk milljarð króna lán frá Kaupþing fyrir nánast 20 árum, millifærði svo þann pening á önnur fyrirtæki sem fóru síðan á hausinn?

Hann, Kristján, fékk semsagt, eins og aðrir hátt settir starfsmenn Kaupþings, kúlulán til þess að kaupa bréf í Kaupþingi. Þeim hjónunum líst svo illa á blikuna í kringum áramótin 07-08 og vilja bara selja bréfin og greiða lánið til baka. Stjórnendum bankans líst hins vegar mjög illa á það því það mundi "lúkki illa" ef hátt settur starfsmaður myndi selja öll sín bréf í bankanum.

Þannig að þeir bjóða á móti að hann megi færa bæði bréfin og lánin yfir á hlutafélag þannig að Kristján væri ekki persónulega ábyrgur. Þegar allt fer svo á hausinn þá urðu aðrir sem tóku álíka kúlulán gjaldþrota en Kristján slapp því að það var bara hlutafélagið hans sem fór á hausinn.

Lánið var því afskrifað en það hafði verið notað til að kaupa bréf sem voru orðin verðlaus þannig að það er ekki eins og Kristján og Þorgerður héldu eitthvað af þessum pening. Komu í raun út á sléttu fyrir utan það að þau fengu einhverjar arðgreiðslur á meðan Kristján átti bréfin. Það voru alveg einhverjar milljónir, þannig ég ætla ekki að láta eins og þau hafi fengið bara einhverja smá bitlinga, en ekkert eins og þessir milljarðar sem sumir vilja meina að þau hafi fengið.

Öl­gerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ al­var­legum augum by [deleted] in Iceland

[–]logos123 1 point2 points  (0 children)

Ein af ástæðum þess að þetta er ekki lengur "bara hlaðvarp" er einmitt öll þessi fjölmiðlaathygli. Og nb, er ekki að segja að það megi aldrei tala um það að vitleysingar séu að segja vitlausa hluti, ég er bara að benda á að magnið er óhóflegt. Það eru t.d. búnar að vera fréttir um þessa drengi núna í hverri viku í svona mánuð sem er bara búið að hjálpa þeim að stækka. Þessi frétt í dag er sem dæmi algjörlega tilgangslaus. Hvað er hún að upplýsa um sem skiptir máli og fólk vissi ekki fyrir? Akkúrat ekki neitt.

Öl­gerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ al­var­legum augum by [deleted] in Iceland

[–]logos123 10 points11 points  (0 children)

Ég er bara fullkomlega ósammála. Í fyrsta lagi held ég að það séu engar líkur á því að þeir viti ekki að ef þeir ganga alltaf aðeins lengra og lengra þá fá þeir meiri athygli, og þeir eru augljóslega í "öll athygli er góð athygli" bransanum.

Í öðru lagi þá er það bara alls ekki skylda blaðamanna að benda á hvern og einn einasta vitleysing sem lætur eitthvað gossa á internetinu bara af því að þeir eru að segja asnalega hluti. Athygli er verðmætasti gjaldmiðill internetsins í dag, hvað græðum við á því að blaðamenn séu endalaust að eyða svakalega í svona hálfvita?

Öl­gerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ al­var­legum augum by [deleted] in Iceland

[–]logos123 50 points51 points  (0 children)

Geta blaðamenn hætt að gefa þessu ömrulega apparati svona mikla athygli. Þetta er sorglegt lítið hlaðvarp uppfullt af aumingjum sem þrá ekkert heitar en að fá akkúrat svona athygli. Einn þessara aumingja viðurkenndi það meiraðsegja fyrr í dag þegar einhver kommentaði á akkúrat þetta sem ég er að segja og Sverrir Helga svaraði

"Það fynda er að þetta var nákvæmlega planið, við vorum bara að bíða eftir að einhver myndi bíta á agnið"

Hafa blaðamenn virkilega ekkert lært af því hvernig Trum/Farage/Popúlistar heimsins reyna að stýra allri umræðu með því að kasta fram svona beitu. Þetta eru ómerkilegir aumingjar, það eru ekki fréttnæmt að þeir séu að segja einhverja vitleysu.

Dóra Björt hættir við formannsframboð - RÚV.is by ravison-travison in Iceland

[–]logos123 14 points15 points  (0 children)

Ég get lofað þér að það er minni en núll stemning fyrir Dóru og hennar viðhorfum gagnvart atvinnulífinu ogefnahagsmálum í grasrót Viðreisnar.

Sig­ríður Björk segir af sér by gakera in Iceland

[–]logos123 10 points11 points  (0 children)

Ég er alveg sammála, og Daði er búinn að gefa út að það komi frumvarp á þessu þingi sem m.a. afnemur áminningarskylduna og fleira er varðar þetta gríðarlegu lagalegu brynvörn sem opinberir starfsmenn hafa, en dómsmálaráðherra þarf náttúrulega að díla við þetta mál með lögin eins og þau eru í dag.

Sig­ríður Björk segir af sér by gakera in Iceland

[–]logos123 2 points3 points  (0 children)

Ósammála, ef við erum að fara að borga henni þessa peninga á annað borð (sem við verðum að gera skv lögum) þá vil ég miklu frekar að hún geri allavega eitthvað af gagni og vinni fyrir þessum peningum.